|
Idol - Stjörnuleit
Idol-Stjörnuleit er vinsælasti sjónvarpsþátturinn sem Stöð 2 hefur staðið að. Öll þjóðin fylgist spennt með.
Föstudagskvöld eru heilög þegar Idol þátturinn er sýndur. Spennan stigmagnast eftir því sem líður á keppnina. Í þessari bók er allt að finna um Idol. Fylgst er með keppendum frá upphafi og alveg þar til ný Idol-stjarna er krýnd
– og áheyrnarprufunum 2004. Bókin er 180 bls. í stóru broti og öll í lit. Óvenju glæsileg og eiguleg bók. Hún er fyrst og fremst létt og skemmtileg enda eru litmyndir á hverri blaðsíðu. Höfundar eru Helgi Jónsson rithöfundur og Jónatan Grétarsson, sem hefur tekið myndir af Idol fyrir Séð og heyrt. Þetta er bók sem krakkar á öllum aldri biðja um og allir hinir vilja eiga.
Höfundur: Helgi Jónsson
ISBN: 978-9979-9651-1-8 Bls. 170
|