|
Hálfur álfurApríl Sól er tíu ára stúlka. Pabbi hennar er sjómaður sem vill flytja burt því ekkert fiskast. En dag einn gerist ævintýri. Apríl Sól rekst á furðuveru í fjörunni. Það er hálfur álfur sem býr í klettunum. Hann biður Apríl Sól um hjálp. Gulli litli er í mikilli hættu. Gulli er lítill, sætur þorskur.
Þannig hefst mikið ævintýri ungrar stúlku en meðal helstu persóna neðansjávar er Steini steinbítur og Danni hákarl, mesti skelfir hafsins.
Æsispennandi saga fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára. Höfundur er Helgi Jónsson, sem m.a. hefur skrifað Gæsahúðar-bækurnar. Höfundur: Helgi Jónsson
ISBN: 978-9979-9470-4-7 Bls. 140
|